Fyrsti skóladagurinn

58. starfsár Heiðarskóla var sett í gær. Nemendur mættu ásamt foreldrum á skólasetningu og fengu afhentar stundatöflur. Í lokin var boðið upp á kaffiveitingar. Í dag er hins vegar fyrsti skóladagur ársins samkvæmt stundaskrá og ekki annað að sjá en að allir séu að fara vel af stað og njóta sín í góða veðrinu.