Fyrstu skóladagarnir

Heiðarskóli var settur utandyra s.l. þriðjudag. Eftir athöfn fóru börn og foreldrar og hittu umsjónarkennara í heimastofum. Þetta skólaárið erum við að hefja fimmtugasta og annað starfsár skólans. Skólabyrjun fer vel af stað, veðrið hefur leikið við okkur og í gær fóru námshóparnir í haustferðalög. Nemendur á yngsta stigi fóru í fjöruna við Súlunes, nemendur á miðstigi fóru í Skorradal og nemendur á unglingastigi gengu yfir Skarðsheiði og gistu í Skátaskálanum. Allar ferðirnar þóttu takast vel. Í myndaalbúm eru komnar myndir frá skólasetningu og fyrsta skóladeginum.