Gæðastund við varðeld í morgunsárið

Í morgun var sannkölluð gæðastund við varðeld í Heiðarskóla. Brynja Dís, Kolbeinn og Unndís lásu fyrir okkur sögur. Við sungum saman lagið "Kvekjum eld" og yljuðum okkur á heitum súkkulaðidrykk. Það myndast oft einhvers konar stemning við varðeld, hefur róandi áhrif og hver og einn horfir í eldinn með með hugsunum sínum. Í myndaalbúm eru komnar myndir frá varðeldastundinni.