- Fréttir
- Skólastarfið
- Starfsfólk
- Heiðarskóli
- Skýjaborg
- Foreldrar
- Menntastefna
Á föstudaginn var lokadagur í þemavikunni okkar um lýðheilsu. Nemendum var skipt í aldursblandaða hópa sem unnu fjölbreytt verkefni á alls 9 stöðvum. Verkefnin tengdust öll lýðheilsu. Allir borðuðu saman og voru saman í útiveru. Eftir hádegismatinn var boðið upp á frjálst val og fékk hver og einn að velja um bíó, útileiki, leikstofu, bókasafn og leiki í íþróttasalnum. Dagurinn var í alla staði mjög vel heppnaður og ekki annað að sjá en nemendur væru að njóta og læra. Einhver hafði orð á því hvort allir skóladagur gætu ekki verið svona. Áframhald verður á vinnu með lýðheilsu í vetur þar sem lýðheilsa er þema ársins í umhverfismenntinni. Á meðfylgjandi mynd má sjá hópana borða saman hádegismat.