Góða veðrið í gær

Veðrið lék við okkur í gær eins og sjá má af myndum sem komnar eru í myndaalbúm Heiðarskóla. Unglingar voru í útiíþróttum, yngstu börnin unnu talningarverkefni og miðstigskrakkar lærðu um kyrrmyndir í góða veðrinu. Við Tannakotslækinn var sannkölluð sumarstemning, börnin dreifðu handklæðum  við lækjarbakkann og óðu í læknum. Líka gaman að segja frá því að þessar vikurnar eru krakkarnir í 4. bekk að læra að prjóna í textílmennt og sumir nýttu tækifærið og æfðu prjónaskapinn í góða veðrinu. Í gær var líka velheppnaður fundur Umhverfisnefndar Heiðarskóla og USN nenfdar sveitarfélagsins. Fundargerðina má finna á heimasíðu skólans undir: Heiðarskóli - Útinám og umhverfismennt - Grænfáninn - Fundargerðir 2015 - 2017.