- Fréttir
- Skólastarfið
- Starfsfólk
- Heiðarskóli
- Skýjaborg
- Foreldrar
- Menntastefna
Við fengum góða gesti í heimsókn í gær, yngsta stig Klébergsskóla á Kjalarnesi heimsótti yngsta stig Heiðarskóla. Krakkarnir voru duglegir að leika og margir nýttu tækifærið til að kynnast nýjum krökkum. Við fórum í leiki, gönguferð og lékum á skólalóðinni, Tannakotslækurinn hafði mikið aðdráttarafl í leikjum barnanna nú sem fyrr. Eftir hádegið fóru 3. og 4. bekkur í sund og íþróttasalinn en 1. og 2. bekkur lék sér í leikherberginu og á bókasafninu. Við þökkum gestunum kærlega fyrir komuna. Í myndaalbúm eru komnar myndir sem teknar voru úti í góða veðrinu í gær.