- Fréttir
- Skólastarfið
- Starfsfólk
- Heiðarskóli
- Skýjaborg
- Foreldrar
- Menntastefna
Guðbjörg Rós Guðnadóttir, fyrrverandi Heiðarskólanemandi, kom í heimsókn til okkar í dag og sagði frá því hvernig hún fór að því að verða atvinnuflugmaður. Hún starfar nú hjá flugfélaginu Air Atlanta. Börnin í 1. - 10. bekk hlustuðu af mikilli athygli og voru mjög dugleg að spyrja Guðbjörgu spjörunum úr. Hún hélt athyglisvert erindi og sýndi okkur myndir víða að úr heiminum. Við þökkum Guðbjörgu kærlega fyrir komuna. Heimsókn hennar er liður í afmælisviðburðum í tilefni af 50 ára afmæli skólans. Ennþá er opið fyrir heimsóknir af þessu tagi, við viljum endilega fá fleiri fyrrverandi nemendur skólans í heimsókn og biðja þá um að segja okkur hvað þeir hafa verið að bauka frá því að þeir útskrifuðust úr Heiðarskóla. Áhugasamir vinsamlegast hafið samband við okkur í síma 4338525 eða á netfangið ritari.skola@hvalfjardarsveit.is. Svo er líka velkomið að kíkja óundirbúið í gamla skólann sinn, bara til sýna sig og sjá aðra.