Gróðursetningardagur

Nemendur og starfsmenn skólans stóðu sig vel í dag á gróðursetningardegi. Töluvert af birki úr uppeldisreit var sett niður norðan við skólann, aspargræðlingar settir í uppeldisreit og kartöflur settar niður. Við þökkum Eyfa og Bjarka kærlega fyrir alla aðstoðina.