Gróðursetningardagur

Í dag var gróðursetningardagur í Heiðarskóla, börnin á yngsta stigi grisjuðu trjáplöntur í gróðurreitum og settu niður asparstiklinga í uppeldisreit. Nemendur á miðstigi gróðursettu birki úr uppeldisreit og reittu sinu frá eldri trjáplöntum. Gróðursetningardagurinn gekk vel og við erum ánægð með dagsverkið.