Hæfileikakeppni Heiðarskóla

Fjölmargir tóku þátt í hæfileikakeppni Heiðarskóla sem fram fór í skólanum í dag. Við erum sérlega stolt af öllum sem skráðu sig til leiks og tóku þátt. Við óskum öllum þátttakendum til hamingju með atriðin sín sem voru öll til sóma. Á meðfylgjandi mynd má sjá vinningshafa hæfileikakeppninnar í ár ásamt dómnefnd sem hafði úr vöndu að ráða enda atriðin hverju öðru betra.