- Fréttir
- Skólastarfið
- Starfsfólk
- Heiðarskóli
- Skýjaborg
- Foreldrar
- Menntastefna
Nemendur miðstigsins fóru í gönguferð upp í Akrafjall. Gengið var upp frá vatnsveitu Akurnesinga og upp eftir Berjadalsánni. Ætlunin var að fara upp á Háahnúk en vegna vindáttar var farið í hina áttina og alveg upp að Guðfinnuþúfu sem er í tæplega 400 metra hæð. Allir komust upp og skrifuðu nöfn sín í gestabók sem þar er og borðuðu nestið sitt í blíðskaparveðri. Fallegt útsýni er af Guðfinnuþúfu og vel var hægt að dást að því í sigurvímunni. Síðan var haldið niður af fjallinu og að bílastæðunum en þar voru pylsur grillaðar, klifrað í klettum og spjallað. Rútan kom svo rétt fyrir klukkan 2 og flutti hópinn aftur í skólann í tæka tíð fyrir heimferð. Skemmtilegar myndir af hópnum á fjallinu eru komnar í myndaalbúm.