- Fréttir
- Skólastarfið
- Starfsfólk
- Heiðarskóli
- Skýjaborg
- Foreldrar
- Menntastefna
Nemendur miðstigs fóru í haustferð á Þórisstaði á föstudaginn ásamt umsjónarkennurum og Hjálmi náttúrufræðikennara. Fínt veður var þennan dag, stillt og hlýtt, og krakkarnir skemmtu sér við hin ýmsu verkefni. Hægt var að fara í golf, skoða dýrin, tína ber og veiða í vatninu. Enginn veiddist samt fiskurinn en við bættum okkur það upp með grilluðum hamborgurum í hádeginu. Myndir frá ferðinni eru komnar í myndasafn.