- Fréttir
- Skólastarfið
- Starfsfólk
- Heiðarskóli
- Skýjaborg
- Foreldrar
- Menntastefna
Undanfarin 19 ár hefur sú hefð verið höfð í heiðri í unglingadeild að fara í fjallgöngu eða langa hjólaferð einn dag að hausti með gistingu yfir nótt. Þetta árið gengu unglingarnir Síldarmannagötur ásamt umsjónarkennurum og gengið var úr Botnsdal yfir að Fitjum í Skorradal. Ferðin gekk ljómandi vel og þrátt fyrir slagveðurs rigningu stóran hluta leiðarinnar tók gangan ekki nema u.þ.b. 4,5 klst. Um kvöldið var grillað dýrindis lambakjöt og hin árlega spurningakeppni kynjanna fór fram. Strákarnir sigruðu að þessu sinni í bráðabana eftir æsispennandi og dramatíska keppni.