- Fréttir
- Skólastarfið
- Starfsfólk
- Heiðarskóli
- Skýjaborg
- Foreldrar
- Menntastefna
Í morgun var nemendum unglingadeildar skutlað í Hreppslaug þar sem hópurinn lagði land undir fót og gekk yfir Skarðsheiði. Gangan var drjúg en gekk vel og krakkarnir duglegir að ganga. Hópurinn var síðan sóttur að Neðra Skarði og ekið í sund í Borgarnesi. Eftir sundið verður brunað í Skátaskálann í Skorradal þar sem krakkarnir grilla í kvöld og gista í nótt. Hópurinn verður sóttur fyrir hádegi á morgun. Meðfylgjandi mynd er tekin í upphafi göngunnar.