Fimmtudaginn 24. ágúst fóru nemendur á yngsta stigi í sína árlegu haustferð. Að þessu sinni var farið í Ölver í blíðskaparveðri. Börnin skoðuðu náttúruna og nutu þess að leika og læra saman í dásamlegri ferð. Börnin fengu grillaðar pylsur í hádegisverð.