Haustferð yngsta stigs

Miðvikudaginn 26. ágúst fór allt yngsta stigið í haustferðina sína. Haldið var að Þórisstöðum þar sem Alla tók vel á móti hópnum. Margt var í boði, margir fóru í fótboltagolf og svo fundu börnin prýðis berjaland þar sem sumir náðu að fylla ílátin sín af gómsætum berjum. Börnin leituðu að dýrunum á bænum og fundu bæði hana og hænur, köttinn Guðnýju og heimalningana. Grillaðar voru pylsur og hópurinn hafði það notalegt í fjárhúsinu á bænum enda þó nokkuð rok þennan dag. Svo var haldið heim í skóla eftir vel heppnaða og skemmtilega ferð. Komnar nokkar myndir í myndaalbúm.