Haustferðir mið- og yngsta stigs

Nemendur á miðstigi fóru í sína haustferð í dag. Að þessu sinni var farið í gönguferð á Akrfjall, töluverður vindur var á fjallinu en ferðin gekk vel og allir sáttir þegar heim var komið. Nemendur á yngsta stigi fóru í fjöruferð í Grunnafjörð. Ferðin gekk í alla staði vel enda margt að skoða og sjá í fjörunni.