- Fréttir
- Skólastarfið
- Starfsfólk
- Heiðarskóli
- Skýjaborg
- Foreldrar
- Menntastefna
Þessar vikurnar eru haustsamverstundir í Heiðarskóla. Nemendur á hverju stigi eru eftir í skólanum á svokölluðum löngum degi. Kl. 16:00 mæta foreldrar/forráðamenn og taka þátt í samverustund með börnum og starfsmönnum. Markmiðið með samverustundunum er að efla jákvæðan skólabrag, kynnast og hafa gaman saman. Á meðfylgjandi mynd má sjá yngsta stig í samverstund s.l. miðvikudag. Hópurinn bakaði pizzur og fór í leiki. Miðvikudaginn 18. september verður samverustund hjá unglingastigi og 25. september á miðstigi.