Hjóla- og gróðursetningardagur

Hjóla- og gróðursetningardagurinn s.l. þriðjudag gekk ljómandi vel þrátt fyrir rigningu af og til og fremur svalt veður. Vindur var hægur og það bjargaði miklu. Börnin létu veðrið ekki aftra sér við hjólreiðar og gróðursetningu. Við fengum lögrelguna frá Borgarnesi í heimsókn og hún ræddi við nemendur um umferðaröryggi, mikilvægi þess að nota ávallt hjálm við hjólreiðar, spenna sig alltaf í bílbelti og minna líka fjölskylduna á þessa hluti. Lögreglan ræddi líka sérstaklega umferðaröryggismálin í tengslum við skólabílana. Alltaf að bíða þar til skólabíllinn hefur stöðvað og muna eftir að spenna beltin og hafa beltin spennt alla leið. Eftir stutt spjall við börnin settti lögreglan upp hjólabraut og var með hjólaskoðun. Við settum niður kartöflur og Eyjólfur í Hlíð kom og aðstoðaði okkur við að gróðursetja tré en markmiðið er að í framtíðinni verði skógur norðan við skólann sem veitir okkur skjól þegar hvasst er. Inn á myndasafnið eru komnar myndir.