Hoppað í Berghylinn

Þrátt fyrir frekar svalt veður í vor hefur sólin leikið við okkur og nokkrir nemendur skólans nýtt tækifærið og stokkið í Berghylinn. Það er hefð fyrir því í Heiðarskóla að hoppa í Berghylinn á vorin þegar veður og aðstæður leyfa. Nemendur eru ávallt spenntir og áhugsamir þrátt fyrir ískalt vatnið í Leiránni. Á meðfylgjandi mynd eru nemendur í 7. bekk að njóta sín í hylnum í vikunni.