Hreyfing og fallegt veður í Hvalfjarðarsveit í dag

Í dag fóru nemendur og starfsmenn skólans í "lífshlaupsgöngutúr" niður að brú og aftur til baka í blíðaskaparveðri í sveitinni okkar sem skartaði sínu fegursta. Heiðarskóli ætlar næstu daga og vikur að taka þátt í lífshaupi landsmanna með því að starfsmenn og nemendur hreyfi sig meira en gengur og gerist.