Íþróttadagur 2017

Í gær var haldinn íþróttadagur í Heiðarskóla. Nemendur kepptu í alls kyns íþróttagreinum. Veðrið var frekar leiðinlegt en dagurinn gekk samt mjög vel, nemendur jákvæðir og lögðu sig fram. Á milli keppninsgreina var gott að komast inn í skólann og hlýja sér. Eftir keppni fór fram verðlaunaafhending, stigahæstu nemendur hvers bekkjar fengu verðlaunapening. Það voru þau Þórunn María Hervarsdóttir í 1. bekk, Eyrún Jóna Óladóttir í 2. bekk, Tómas Ingi Gross Hannesson í 3. bekk, Viktor Orri Pétursson í 4. bekk, Rakel Sunna Bjarnadóttir í 5. bekk, Axel Freyr Ívarsson í 6. bekk, Erna Þórarinsdóttir í 7. bekk, Unndís Ida Ingvarsdóttir í 8. bekk, María Björk Ómarsdóttir í 9. bekk og Benjamín Mehic í 10. bekk sem voru stigahæstu nemendur í hverjum bekk fyrir sig. Stigahæsti nemandi skólans að þessu sinni var fulltrúi 3. bekkjar Tómas Ingi Gross Hannesson, hann fékk afhentan veglegan bikar í viðurkenninagskini. Stigahæsti bekkur skólans var 7. bekkur, þau fengu afhentan skjöld í viðurkenningarskini. Eftir hádegið var haldin töltkeppni, fimm nemendur tóku þátt, í þriðja sæti var Stefanían Katrín Sveinsdóttir, í öðru sæti var Ástdís Birta Björgvinsdóttir og í fyrsta sæti var Ester Þóra Viðarsdóttir. Við óskum öllum þessum nemendum til hamingju sem og örðum þátttakendum á þessum skemmtilega og blauta degi. Á íþróttadaginn skiptir öllu máli að taka þátt og gera sitt besta. Í myndaalbúm eru komnar myndir.