Íþróttadagur Heiðarskóla

Í gær var hinn árlegi íþróttadagur Heiðarskóla haldinn í blíðskaparveðri. Íþróttadagurinn er sérstakur dagur, eini dagur skólaársins tileinkaður íþróttum. Nemendur skólans tóku þátt í fjölbreyttum íþróttagreinum, sundi, boltakasti, kúluvarpi, hlaupum og langstökki. Í hádeginu voru grillaðar pylsur og dagurinn endaði á fótboltaleikjum þar sem starfsmenn skólans kepptu við nemendur.