- Fréttir
- Skólastarfið
- Starfsfólk
- Heiðarskóli
- Skýjaborg
- Foreldrar
- Menntastefna
Í dag var íþróttdagur Heiðarskóla og nemendur tóku þátt í alls kyns íþróttum. Markmiðið er að hafa gaman saman og fá að æfa sig í fjölbreyttum greinum ásamt því að gera sitt besta. Greinar dagsins voru 60 og 400 metra hlaup, boltakastfimi, sund, langstökk og kúluvarp. Á meðfylgjandi mynd má sjá stigahæstu nemendur hvers bekkjar. Stigahæsti bekkurinn var 4. bekkur. Stigahæsti nemandi skólans 2020 var Tómas Ingi Gross Hannesson. Við óskum honum og öðrum nemendum skólans til hamingju með árangurinn í dag.