Íþróttadagur Heiðarskóla 2015

Íþróttadagur Heiðarskóla var haldinn í dag í frekar svölu en sólríku veðri. Krakkarnir tóku þátt í fjölbreyttum íþróttagreinum s.s. kastfimi, sundi, boðhlaupi og spretthlaupi. Á íþróttadaginn skiptir máli að hver og einn taki þátt því með þátttöku safnast stig fyrir bekkinn og við veitum stigahæsta bekknum áletraðan viðurkenningarskjöld á skólaslitum. Við enduðum daginn á Töltkeppni Heiðarskóla. Að þessu sinni voru það 7 knapar sem tóku þátt. Keppnin fór vel fram og allir stóðu sig með stakri prýði. Þess má geta að yngsti þátttakandinn er í 2. bekk og sá elsti í 10. bekk. Inn á myndasafnið eru komnar myndir.