- Fréttir
- Skólastarfið
- Starfsfólk
- Heiðarskóli
- Skýjaborg
- Foreldrar
- Menntastefna
Íþróttadagur Heiðarskóla gekk heilt yfir ljómandi vel. Nemendur kepptu í alls kyns íþróttagreinum. Veðrið var lygnt og gott en frekar svalt. Nemendur voru jákvæðir og lögðu sig fram. Eftir keppni fór fram verðlaunaafhending, stigahæstu nemendur hvers bekkjar fengu verðlaunapening, þeir voru:
Stigahæsti nemandi skólans að þessu sinni var fulltrúi 7. bekkjar Axel Freyr Ívarsson.
Í hádeginu voru grillaðar pylsur og meðan knapar undirbjuggu sig fyrir töltkeppni tókust nemendur og starfsmenn á í reiptitogi.
Töltkeppnin fór vel fram. Fimm knapar tóku þátt: Arnfinnur Guðni Ottesen, Rakel Ásta Daðadóttir, Ástdís Birta Björgvinsdóttir, Ester Þóra Viðarsdóttir og Unndís Ida Ingvarsdóttir. Rakel Ásta bar sigur úr bítum. Við þökkum öllum knöpum og foreldrum þeirra kærlega fyrir þátttökuna – erum mjög stolt af töltkeppni Heiðarskóla.
Við þökkum öllum nemendum skólans kærlega fyrir að taka þátt á íþróttadeginum og gera sitt besta. Á íþróttadaginn skiptir öllu máli að vera með. Í myndaalbúm eru komnar myndir.