- Fréttir
- Skólastarfið
- Starfsfólk
- Heiðarskóli
- Skýjaborg
- Foreldrar
- Menntastefna
Í dag var íþróttadagur Heiðarskóla haldinn í ágætisveðri. Nemendur kepptu sín á milli í bringusundi, baksundi, skriðsundi, boltakastfimi, langstökki, 400 metra hlaupi, 60 metra hlaupi og kúluvarpi. Nemendur lögðu sig fram á sínum forsendum og gerðu sitt besta. Á meðfylgjandi mynd má sjá stigahæsta nemanda úr hverjum bekk. Stigahæsti bekkurinn var 8. bekkur og stigahæsti nemandi skólans var Bjarndís Guðbjartsdóttir. Við óskum nemendum skólans til hamingju með að gera sitt besta og standa sig vel á íþróttadegi. Dagurinn var í alla staði vel heppnaður.