Íþróttadagur Heiðarskóla

Í dag var íþróttadagur Heiðarskóla haldinn í fínasta veðri. Nemendur lögðu sig fram á sínum forsendum í alls kyns sprelli og þátttöku um að gera sitt besta. Hugað var að fjölbreytileikanum þannig að hver og einn fengi að njóta sín. Boðið var upp á þátttöku í sundi, cornhole, stígvélakasti, langstökki, hjólböruhlaupi og spretthlaupi. Á meðfylgjandi mynd má sjá nemendur á yngsta stigi spreyta sig í langstökki.