Íþróttamiðstöðin Heiðarborg opnar mánudaginn 2. september

Heiðarborg opnar aftur eftir sumarleyfi mánudaginn 2. september. Opnunartími er sem fyrr frá kl. 16:00 - 21:00 mánudaga til fimmtudaga og á laugardögum frá kl. 10:00 - 15:00.
 
Hægt er að fara í sund, rækt og íþróttasal. Íþróttasalurinn verður upptekinn á miðvikudögum frá kl.19:00 - 21:00 þar til annað verður auglýst.
 
Eftirfarandi reglur gilda í Íþróttamiðstöðinni Heiðarborg:
 
- Börn í 5. bekk mega fara á eigin vegum í sund en yngri börn þurfa að vera í fylgd með fullorðnum, 18 ára og eldri.
- 14 ára aldurstakmark er í þreksalinn.
- 14 ára aldurstakmark er í íþróttasalinn en yngri börn eru að sjálfsögðu velkomin í fylgd með fullorðnum, 18 ára og eldri.
 
Reglurnar verða endurskoðaðar í haust.
 
Vonumst til að sjá sem flesta í Heiðarborg í vetur.