Nemendur á yngsta stigi og miðstigi tóku þátt í verkefninu Jól í skókassa. Krakkarnir höfðu mikinn áhuga og metnað fyrir því að senda sem flestar gjafir út til Úkraínu og lögðu mikið á sig í lokafráganginum. Á endanum urðu kassarnir 11 sem við sendum frá okkur sem er töluvert gott hjá okkur.