- Fréttir
- Skólastarfið
- Starfsfólk
- Heiðarskóli
- Skýjaborg
- Foreldrar
- Menntastefna
Umhverfisnefnd Heiðarskóla tók í haust ákvörðun um að taka þátt í verkefninu Jól í skókassa. Verkefnið er á vegum KFUM og KFUK á Íslandi og felst í því að gleðja börn í Úkraínu sem búa við bágar aðstæður og gefa þeim jólagjafir. Gjafirnar eru settar í skókassa og til að öll börnin fái svipaðar jólagjafir eru ákveðnir hlutir settir í hvern kassa. Um er að ræða litla flík, sælgæti, leikfang, skóladót og hreinlætisvöru t.d. tannbursta, tannkrem eða hárbursta. Á meðfylgjandi mynd má sjá nokkra nemendur skólans með kassana 8 sem nemendur, forráðamenn og starfsmenn náðu að fylla þetta skólaárið.