Jól í skókassa

Heiðarskóli tekur nú í annað sinn þátt í verkefninu "Jól í skókassa". Markmið verkefnisins er að fá börn og fullorðna til að gleðja börn sem lifa við fátækt, sjúkdóma og erfiðleika. Nemendur í 1. - 7. bekk hafa undanfarna daga verið að safna leikföngum, skóladóti, hreinlætisvörum, sælgæti og fötum og raða í innpakkaða skókassa sem merktir eru aldri og kyni. Skókassarnir verða síðan sendir til Úkraínu og dreift til barna á munaðarleysingjaheimilum, á barnaspítulum og til fátækra barna. Það voru stoltir nemendur í 1. og 2. bekk sem stilltu sér upp með tilbúna  skókassa í morgunsárið. Heiðarskóli þakkar öllum sem tóku þátt í verkefninu með okkur kærlega fyrir.