Jólaferð í Álfholtsskóg

Nemendur í 10. bekk fóru í dag í sína árlegu jólaferð í Álfholtsskóg. Tilgangurinn var að velja og saga jólatré fyrir Heiðarskóla sem síðan verður skreytt hér og notað á litlu jólunum þann 19. desember. Bjarni Þóroddsson, skógræktarmeðlimur, tók á móti krökkunum og þegar búið var að finna fallegasta tréð í skóginum var okkur boðið upp á heitt kakó og smákökur í Furuhlíð. Takk kærlega fyrir okkur, alltaf jafn gaman að eiga í samstarfi við Skógræktarfélag Skilmannahrepps. Inn á myndasafnið eru komnar myndir.