Jólaföndurstöðvar

Það var notaleg jólastemming í Heiðarskóla í dag þegar nemendur höfðu frjálst val til að fara á milli sjö mismunandi stöðva og gera ýmislegt jólalegt. Það sem var í boði voru jólakúlur, jólaskraut á jólatré, jólaslökun, lita jólamyndir, jólaperlur, merkimiðar, kort og pappír, jólaslökun og að sjálfsögðu var líka boðið upp á smákökubakstur. Góðir leikir á milli barna á öllum aldri fóru fram í sameiginlegri útiveru t.d. rennblautur fótboltaleikur á sparkvellinum okkar, Dimmalimm, sandkassaleikir og boltaleikir. Boðið var upp á jólamandarínur í útiverunni.