Jólaföndurstöðvar

Á föstudaginn voru jólaföndurstöðvar í Heiðarskóla. Nemendur höfðu frjálst val um að fara á milli stöðva. Boðið var upp á að föndra jólaskraut á jólatré, jólapappír, jólamerkimiða, jólaperl, jólakort og skreyta rúður með skyri í matsalnum. Sameiginleg hálftíma útivera var fyrir alla nemendur þar sem margir völdu að taka þátt í æsispennandi fótboltaleik þar sem unglingar kepptu á móti yngsta- og miðstigi. Leikurinn var hnífjafn en endaði 3 – 2 fyrir unglingum.