Jólamorgunstund

Sl. föstudag var jólamorgunstund í Heiðarskóla. Nemendur Heiðarskóla sem stunda tónlistarnám í Tónlistarskólanum á Akranesi spiluðu nokkur jólalög á flygil skólans og aðrir nemendur og gestir sungu með. Auk þess var tekið dansatriði, boðið upp á heitan súkkulaðidrykk, piparkökur og hefðbundinn Heiðarskólamorgunmat. Þökkum öllum sem sáu sér fært að mæta kærlega fyrir komuna og notalega jólastund.