Jólamyndir

Skessuhorn hefur í ellefur ár staðið fyrir samkeppni meðal grunnskólabarna á Vesturlandi í gerð jólamynda og jólasagna. Þeir nemendur Heiðarskóla sem vildu tóku þátt þetta árið. Í dag kom fulltrúi frá Skessuhorni og færði tveimur nemendum okkar viðurkenningu. Það voru þær Alda Arunasdóttir nemandi í 4. bekk og Unndís Ida Ingvarsdóttir sem báðar lentu í fyrsta sæti í sínum árgangi fyrir fallegar jólamyndir. Við óskum þeim stöllum hjartanlega til hamingju.