Jólastemning í Heiðarskóla

Það var sannkölluð jólastemning í Heiðarskóla s.l. föstudag. Dagurinn hófst á opinni jólamorgunstsund þar sem sungin voru nokkur lög og boðið upp á smákökur og heitt súkkulaði ásamt hefðbundnum Heiðarskólamorgunmat. Fjölmargir gestir mættu og áttu með okkur góða stund. Eftir morgunstundina og fram að hádegi var boðið upp á 8 föndurstöðvar, m.a. var hægt að föndra póstkassa, kort, merkispjöld, skreyta piparkökur, perla og gera músastiga. Frjálst flæði var á milli stöðva og hver og einn gat valið sér stöð og tímalengd. Sameiginleg útivera vakti einnig mikla lukku þar sem unglingar kepptu á móti yngsta- og miðstigi í fótbolta. Dagurinn var í alla staði vel heppnaður.