Jólastemning í Heiðarskóla

Mikil jólastemning er í skólanum í dag. Krakkarnir á yngsta stigi mættu með jólasmákökur og jólahúfur. Miðstigið var með jólamorgunstund fyrir foreldra í fyrsta tíma þar sem boðið var upp á kaffi og smákökur á meðan krakkarnir sýndu myndbönd, sögðu brandara, lásu sögu og sýndu töfrabrögð. Unglingastigið skreytti jólatréð og jólalögin hljóma í matsalnum. Skólinn er orðinn vel skreyttur enda ekki seinna vænna því nú er einungis vika eftir af skólastarfinun á þessu ári. Komnar myndir frá jólamorgunstund miðstigs í myndaalbúm.