- Fréttir
- Skólastarfið
- Starfsfólk
- Heiðarskóli
- Skýjaborg
- Foreldrar
- Menntastefna
S.l. fimmtudag fóru nemendur okkar í 10. bekk í Álfholtsskóg að velja jólatré fyrir Heiðarskóla. Bjarni frá Skógræktarfélagi Skilmannahrepps tók á móti hópnum og aðstoðaði krakkana. Þetta er árviss viðburður í Heiðarskóla en að þessu sinni var eftirtektavert hvað krakkarnir voru fljótir að koma sér saman um rétta tréð. Nemendur þurftu að saga tréð og koma því á réttan stað. Þegar öllu var lokið bauð Bjarni hópnum í Furuhlíð í heitan súkkulaðidrykk og meðlæti. Takk innilega fyrir okkur.