Jólatré Heiðarskóla sótt í Álfholtsskóg

Í dag fóru nemendur okkar í 10. bekk í Álfholtsskóg og völdu jólatré fyrir skólann. Þeir völdu að sjálfsögðu fallegasta tréð í skóginum að eigin  sögn og þurftu sjálfir að sjá um að saga og koma á kerru. Eftir puðið og gönguna bauð Reynir, formaður Skógræktarfélags Skilmannahrepps, upp á heitan súkkulaðidrykk og smákökur í Furuhlíð. Á meðfylgjandi mynd má sjá hópinn eftir að búið var að saga tréð. Þökkum skógræktarfélaginu kærlega fyrir góðar móttökur.