- Fréttir
- Skólastarfið
- Starfsfólk
- Heiðarskóli
- Skýjaborg
- Foreldrar
- Menntastefna
Í dag fóru nemendur okkar í 10. bekk í Álfholtsskóg að velja jólatré. Nemendur tóku góðan göngutúr í skóginum, undir leiðsögn Reynis formanns Skógræktarfélags Skilmannahrepps. Að lokum fundu nemendur tré sem allir voru sáttir við. Tréð verður svo skreytt og sett upp í matsal Heiðarskóla og vafalaust gleðja okkur á aðventunni.
Að lokum bauð Reynir nemendum og starfsmönnum í heitan súkkulaðidrykk og smákökur í Furuhlíð. Við færum Reyni bestu þakkir fyrir góðar móttökur og ánægjulega stund í skóginum og Furuhlíð.