- Fréttir
- Skólastarfið
- Starfsfólk
- Heiðarskóli
- Skýjaborg
- Foreldrar
- Menntastefna
Í gær fóru nemendur okkar í 10. bekk í Álfholtsskóg og völdu jólatré fyrir skólann. Veðrið gat ekki verið betra fyrir verkefnið, frost og hægur vindur. Nemendur þrömmuðu í snjónum um skóginn þar til þeir fundu hið eina rétta tré. Þá var tréð sagað og borið að bílnum og í framhaldinu var krökkunum boðið í gos, heitt kakó og smákökur í Furuhlíð. Komnar myndir í myndaalbúm. Við þökkum Bjarna frá Skógræktarfélagi Skilmannahrepps kærlega fyrir mjög góðar móttökur og aðstoð í skóginum.