- Fréttir
- Skólastarfið
- Starfsfólk
- Heiðarskóli
- Skýjaborg
- Foreldrar
- Menntastefna
Í gær fóru nemendur 10. bekkjar í sína árlegu ferð í Álfholtsskóg að velja jólatré fyrir skólann. Krakkarnir voru fljótir að finna rétta tréð og vel gekk að saga og koma á kerru sem flutti tréð í Heiðarskóla. Reynir frá Skógræktarfélagi Skilmannahrepps tók á móti hópnum og aðstoðaði krakkana. Hann bauð þeim einnig upp á heitt kakó og smákökur í Furuhlíð. Skólinn færir honum bestu þakkir fyrir notalega stund í skóginum. Á meðfylgjandi mynd má sjá hópinn fyrir framan jólatréð áður en það var sagað.