Kartöflur teknar upp í september

Nemendur okkar í 1. - 7. bekk tóku upp kartöflur í síðustu viku. Uppskeran var misgóð en allir sem vildu fengu að taka með sér smá smakk heim og síðan verða þessar ljúffengu kartöflur á boðstólnum í hádegismatinn hjá okkur í skólanum. Í myndaalbúm eru komnar nokkrar myndir úr kartöflugarðinum.