- Fréttir
- Skólastarfið
- Starfsfólk
- Heiðarskóli
- Skýjaborg
- Foreldrar
- Menntastefna
Þessar vikurnar erum við svo heppin að vera með Heklu Karen Steinarsdóttur kennaranema í vettvangsnámi í Heiðarskóla. Hekla tekur þátt í og fylgist með kennslu náttúrugreina á öllum stigum í vettvangsnáminu. Í dag lagði Hekla fyrir verkefni í 5. bekk þar sem nemendur áttu að skrifa nákvæmar leiðbeiningar fyrir samlokugerð. Hekla las síðan upp leiðbeiningarnar og bjó til samloku sem varð frekar undarleg, nemendur endurskrifðu leiðbeiningarnar og Hekla fór aftur eftir leiðbeiningum og úr varð hin girnilegasta samloka. Á yngsta stigi er unnið með fjöll, fyrr í vikunni útbjuggu nemendur fjall úr trölladegi sem fengu svo að gjósa í dag við mikla kátínu nemenda eins og sést á meðfylgjandi mynd.