Klébergsskóli í heimsókn

Nemendur í 1. - 3. bekk Klébergsskóla heimsóttu jafnaldra sína í Heiðarskóla í dag. Börnin gerðu ýmislegt skemmtilegt saman; léku úti og inni, fóru í sund og þrautabraut í íþróttasalnum og borðuðu saman hádegisverð. Veðrið lék við okkur og margir nýttu  Tannakotslækinn í dag, sannkölluð sumarstemning. Á meðfylgjandi mynd má sjá hluta hópsins leika á bókasafninu eftir hádegsiverðinn.