- Fréttir
- Skólastarfið
- Starfsfólk
- Heiðarskóli
- Skýjaborg
- Foreldrar
- Menntastefna
Undanfarnar vikur hafa nemendur í 3. og 4. bekk verið að læra um Ísland í gamla daga, Þorrann og gömlu mánaðaheitin. Á föstudaginn buðu börnin vinum sínum í 1. og 2. bekk á kynningu á verkefninu. Á kynningunni sýndu börnin mynd sem þau höfðu málað og lásu upp dagbókarfærslu. Börnin höfðu sett sig í spor þeirra sem lifðu á Íslandi árið 1866 og skrifað dagbókarfærslu um lífið og tilveruna á þeim tíma. Þetta var virkilega skemmtileg og fróðleg kynning hjá krökkunum í 3. og 4. bekk. Í myndaalbúm eru komnar myndir frá kynningunni.