- Fréttir
- Skólastarfið
- Starfsfólk
- Heiðarskóli
- Skýjaborg
- Foreldrar
- Menntastefna
Landsmót Samfés og landsþing ungs fólks verður haldið á Akureyri nú um helgina dagana. Landsmótið hefst í dag og því lýkur á sunnudaginn. Eins og undanfarin ár sendir Félagsmiðstöðin 301 fjóra fulltrúa úr Heiðarskóla á Landsmótið. Það eru þau Einar Þór Guðbjartsson, Klara Líf Gunnarsdóttir, Sigríður Elín Sigurðardóttir og Sigurjón Hrafn Sigurðarson sem fara að þessu sinni. Markmið landsmótsins er að fulltrúar félagsmiðstöðva landsins hafi vettvang til að mynda tengsl og fá nýjar hugmyndir sem hægt er að nýta í starfi félagsmiðstöðvanna. Dagskráin er tvíþætt. Annars vegar er unnið í fjölbreyttum smiðjum þar sem markmiðið er að ungmennin taki það sem þau læra með sér heim og miðli reynslu sinni og þekkingu í sinni félagsmiðstöð. Auk þess er rík áhersla á mikilvægi þess að hitta jafnaldra sína, kynnast nýju fólki og að allir skemmti sér. Mikið er unnið með lýðræðsileg vinnubrögð. Á Landsmóti fer fram kosning í ungmennaráð Samfés og lokadagur mótsins er helgaður Landsþingi ungs fólks. Á Landsþinginu fær ungt fólk tækifæri til að tjá sig um hin ýmsu málefni þeim hugleikin. Í kjölfarið á landsþingin tekur ungmennaráð saman niðurstöður og sendir ályktanir á ráðuneyti, sveitastjórnir og fjölmiðla eftir því hvort ástæða þykir. Við óskum okkar fulltrúum góðrar ferðar og góðrar skemmtunar á Landsmóti Samfés.