- Fréttir
- Skólastarfið
- Starfsfólk
- Heiðarskóli
- Skýjaborg
- Foreldrar
- Menntastefna
Nemendur okkar í 9.bekk dvelja þessa vikuna í Ungmenna og tómstundabúðum Ungmennafélags Íslands að Laugum í Sælingsdal. Við fengum eftirfarandi frétt og meðfylgjandi mynd senda frá kennaranum þeirra í gær:
"Krakkarnir úr 9.bekk sem komu í gær hafa aldeilis skemmt sér og öðrum hér á Laugum í Sælingsdal. Það eru fjölmargar áskoranir og þrautir sem krakkarnir hafa þurft að leysa í ár alveg eins og forverar þeirra sem hafa heimsótt Laugar á undanförnum árum. Það sem allir krakkarnir eiga í erfiðleikum með er að skilja hvað Jörgen Nilson er að segja en þá er nú gott að dönskukennarinn er með í för til að aðstoða við það. Það sem krakkarnir fá einna helst með þessari ferð er að sleppa símum og njóta lífsins ásamt því að bæta samskipti, þjappa hópnum saman og gera eitthvað annað en læra.
Sigurður Tómasson"